Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Misstum stjórnina í fimm mínútur
Mynd: EPA
Mynd: Manchester United
Ruben Amorim svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli Manchester United á útivelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man Utd leiddi með einu marki eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn í Nottingham náðu að snúa stöðunni við með tveimur mörkum með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks.

Restin af leiknum var fjörug þar sem bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn áður en Amad Diallo skoraði laglegt jöfnunarmark.

Lokatölur urðu 2-2 þó að bæði lið hafi reynt að sækja sér sigurmark á lokamínútunum.

„Ef ég hugsa um leikinn þá misstum við stjórnina í fimm mínútur og þeir refsuðu okkur. Ég er samt ánægður með viðbrögð strákanna sem voru á vellinum, það hefði verið miklu meiri brekka fyrir okkur að fá eitthvað úr þessum leik á síðustu leiktíð," sagði Amorim.

„Mér líður eins og við höfum spilað þennan leik vel en það vantaði aðeins upp á orkustigið á köflum. Strákarnir eru að leggja sig alla í þetta og við höfum allt sem þarf til að vera betri og taka frammistöðurnar á næsta stig.

„Okkur líður eins og við höfum tapað tveimur stigum í dag, núna þurfum við sigur í næsta leik."


Amad Diallo skoraði jöfnunarmark Rauðu djöflanna á lokakafla leiksins í dag og hrósaði Amorim honum.

„Amad er mjög hæfileikaríkur, við erum með marga unga og hæfileikaríka leikmenn. Hann getur orðið mun betri og byrjað að skila inn stöðugari frammistöðum. Hann var líflegur í dag og komst nokkrum sinnum í góðar stöður í fyrri hálfleik, þetta er mjög efnilegur leikmaður."

Amad er 23 ára gamall og skoraði 11 mörk í 43 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner