Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Martinelli missir af Burnley - Saliba tæpur
Styttist í Madueke, Ödegaard, Havertz og Jesus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir leik á útivelli gegn nýliðum Burnley sem fer fram í dag.

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og getur aukið forystu sína með sigri á Burnley. Skytturnar eru með fjögurra stiga forystu á Bournemouth sem stendur, en Bournemouth á erfiðan útileik gegn Manchester City á morgun.

Arteta ræddi meiðslavandræði Arsenal á fréttamannafundinum og staðfesti að Gabriel Martinelli verður ekki með. William Saliba gæti þó komið við sögu. Þeir voru báðir utan hóps í deildabikarnum í vikunni vegna meiðsla.

„Martinelli er ennþá meiddur og við verðum að bíða og sjá með Saliba. Við erum ekki vissir hvenær Martinelli verður klár í slaginn en hann verður allavega ekki með um helgina. Allir á meiðslalistanum eru á réttri braut," sagði Arteta. „Við erum að fá mikilvæga leikmenn til baka eftir næsta landsleikjahlé."

Gabriel Jesus, Martin Ödegaard, Kai Havertz og Noni Madueke eru einnig á meiðslalistanum. Jesus verður frá keppni þar til í desember en hinir þrír gætu komið aftur eftir landsleikjahléð.

„Ég veit ekki hvort þeir komi allir eftir landsleikjahléð en allavega einhverjir, svo verður ekki langt í hina. Vonandi verða þeir komnir aftur eftir hléð. Þeir eru allir hungraðir í að snúa aftur á völlinn, ég er mjög ánægður með þá."

Arsenal tekur á móti nágrönnum sínum og erkifjendum í liði Tottenham beint eftir landsleikjahlé.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner