Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Stórleikir í Leipzig og München
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Níunda umferð efstu deildar þýska boltans fór af stað í gærkvöldi þegar Borussia Dortmund lagði Augsburg að velli til að lyfta sér upp í annað sætið.

Þeir gulklæddu geta þó tapað sætinu frá sér í dag þegar RB Leipzig og Stuttgart eigast við í æsispennandi innbyrðisviðureign.

Aðeins eitt stig skilur að milli liðanna í toppbaráttunni, þar sem Leipzig er með 19 stig eftir 8 umferðir og Stuttgart 18 stig.

Eintracht Frankfurt mætir einnig til leiks í dag á sama tíma og St. Pauli spilar við botnlið Borussia Mönchengladbach.

Þýskalandsmeistarar FC Bayern eiga heimaleik við Bayer Leverkusen í síðasta leik dagsins sem er jafnframt stórleikur helgarinnar. Bayern virðist þó vera óstöðvandi um þessar mundir þar sem liðið er með fullt hús stiga og +26 í markatölu eftir átta fyrstu umferðir deildartímabilsins.

Bayern er búið að vinna alla leiki í öllum keppnum það sem af er tímabils.

Leikir dagsins
14:30 Mainz - Werder Bremen
14:30 Union Berlin - Freiburg
14:30 RB Leipzig - Stuttgart
14:30 Heidenheim - Eintracht Frankfurt
14:30 St. Pauli - Gladbach
17:30 Bayern - Leverkusen
Athugasemdir
banner