fim 30. október 2025 16:30
Kári Snorrason
Bayern slær 30 ára gamalt met AC Milan
Mynd: EPA

Með 4-1 sigri á Köln í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi setti Bayern München nýtt met, en liðið hefur unnið alla fjórtán leiki sína á tímabilinu.

Það er besta byrjun liðs í sögu evrópskra toppliða og hefur engu liði í fimm sterkustu deildum Evrópu áður tekist að vinna jafn marga leiki í röð í upphafi tímabils. Bayern hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni, bikarnum og Meistaradeildinni.


Með sigri gærkvöldsins tók Bayern fram úr meti AC Milan frá tímabilinu 1992–93, þegar ítalska liðið vann fyrstu 13 leiki sína í öllum keppnum.

Það gæti þó styst í fyrstu stigin sem liðið tapar en um helgina mætir liðið Þýskalandsmeisturum síðasta árs í Bayer Leverkusen og næstu viku fer liðið til Parísar og mætir ríkjandi Evrópumeisturum í PSG. 

Vincent Kompany þjálfari liðsins skrifaði nýverið undir nýjan samning og er hann samningsbundinn Bayern til ársins 2029. 


Athugasemdir
banner
banner