Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svavar Örn nýtti sér uppsagnarákvæði í Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svavar Örn Þórðarson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net sagt upp samningi sínum við Njarðvík en hann var samningsbundinn félaginu til 2027.

Hann var með uppsagnarákvæði í samningnum við uppeldisfélagið sem hann nýtti.

Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki 2021 og á alls að baki 52 KSÍ leiki.

Svavar Örn er hægri bakvörður sem fæddur er árið 2004 og kom við sögu í sextán leikjum í sumar, byrjaði þá alla, skoraði eitt mark og lagði upp fimm. Hann kom ekki við sögu í síðustu fimm leikjunum.

Svavar Örn er snöggur og líkamlega sterkur leikmaður sem vakti athygli í leik Njarðvíkur gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum síðasta vetur.

Athugasemdir
banner
banner