fim 30. október 2025 23:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Espanyol lenti í vandræðum - Betis og Alaves skoruðu sjö
Mynd: EPA
Síðustu leikirnir í 2. umferð spænsku deildarinnar fóru fram í kvöld.

Celta Vigo þurfti að sýna þolinmæði gegn Puerto de Vega. Staðan var markalaus en tvö mörk á tveggja mínútna kafla hjá Celta Vigo gerðu gæfumuninn.

Það var dramatík þegar Levante heimsótti Orihuela. Orihuela jafnaði metin í 3-3 þegar Ayo skoraði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en hinn tvítugi Carlos Espi skoraði sitt annað mark og fjórða mark Levante í uppbótatíma.

Espanyol vann nauman sigur gegn Atletic Lleida en Real Betis og Alaves unnu stórsigra.

Orihuela CF 3 - 4 Levante

Puerto de Vega 0 - 2 Celta

Valle Egues 1 - 5 FC Andorra

Atletico Baleares 2 - 0 Gimnastic

Getxo 0 - 7 Alaves

Real Avila 1 - 0 Real Aviles

UD Logrones 1 - 3 Ponferradina

Antoniano 1 - 0 Castellon

Atletic Lleida 1 - 2 Espanyol

Estepona 1 - 3 Malaga

Murcia 3 - 2 Antequera

Palma del Rio 1 - 7 Betis

Samano 1 - 5 Deportivo
Athugasemdir
banner
banner