Franski Evrópumeistarinn Désiré Doué fór meiddur af velli í leik PSG og Lorient í gær. Doué hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hann sneri aftur á völlinn fyrir tveimur vikum.
Í tilkynningu PSG segir að meiðslin sem um ræðir eru vöðvameiðsli í hægra læri og talið er að hann verði frá keppni í nokkrar vikur. Nánara mat verður gert á stöðu hans eftir landsleikjahléið.
Doué er einn af lykilmönnum franska landsliðsins, sem er í sama riðli og Ísland.
Frakkland mætir Úkraínu á heimavelli í næsta leik og þarf íslenska liðið að treysta á að Frakkar tapi ekki þeim leik til að Ísland eigi enn möguleika á úrslitaleik við Úkraínu um annað sætið í riðlinum.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 6 | 5 | 1 | 0 | 16 - 4 | +12 | 16 |
| 2. Úkraína | 6 | 3 | 1 | 2 | 10 - 11 | -1 | 10 |
| 3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 13 - 11 | +2 | 7 |
| 4. Aserbaísjan | 6 | 0 | 1 | 5 | 3 - 16 | -13 | 1 |
Athugasemdir





