Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem Atlético Madrid lagði Sevilla þægilega að velli.
Staðan var markalaus stærsta hluta leiksins en heimamenn í Madríd voru sterkari aðilinn. Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn byrjuðu þeir svo að nýta færin sín.
Fyrst skoraði Julián Alvarez úr vítaspyrnu á 64. mínútu og kom Thiago Almada inn af bekknum skömmu síðar. Hann átti eftir að skipta sköpum því hann skoraði næsta mark og lagði svo upp þriðja markið fyrir Antoine Griezmann, sem kom einnig inn af bekknum.
Atlético vann því að lokum 3-0 og er liðið áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú með 22 stig eftir 11 umferðir. Sevilla er með 13 stig.
Gerard Moreno skoraði þá eina markið í fyrri hálfleik er Villarreal vann með fjögurra marka mun gegn Rayo Vallecano í skemmtilegum leik.
Gestirnir fengu sín færi en nýttu þau ekki, á meðan heimamenn nýttu sín færi til hins ítrasta.
Alberto Moleiro skoraði og lagði upp í síðari hálfleik og komust Santi Comesana og Ayoze Pérez einnig á blað.
Villarreal er í öðru sæti eftir þennan sigur, einu stigi fyrir ofan Atlético Madrid.
Barcelona getur endurheimt annað sætið þegar Spánarmeistararnir taka á móti Elche á morgun.
Atletico Madrid 3 - 0 Sevilla
1-0 Julian Alvarez ('64 , víti)
2-0 Thiago Almada ('77 )
3-0 Antoine Griezmann ('90 )
Villarreal 4 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Gerard Moreno ('22 )
2-0 Alberto Moleiro ('56 )
3-0 Santi Comesana ('58 )
4-0 Ayoze Perez ('65 )
Athugasemdir