fim 30. október 2025 09:54
Kári Snorrason
Elías las vitlaust á dagskrána og mætti því seint á liðsfundinn
Elías er landsliðsmarkvörður Íslands.
Elías er landsliðsmarkvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson missti af liðsfundi í aðdraganda leiks Midtjylland gegn FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðar og var í kjölfarið bekkjaður.

Hann sneri þó aftur í mark Midtjylland eftir landsleikjahléið og hefur staðið í rammanum í síðustu leikjum.


Elías segir í viðtali við Bold.dk að honum hafi yfirsést ein lína er hann las á dagskrána og þess vegna hafi hann mætt of seint á fund liðsins.

„Ég mætti of seint á fund og svona eru reglurnar. Þá spilar maður ekki og það er eitt af því sem þjálfarinn hefur breytt varðandi menninguna.“ 

„Ég las vitlaust á planið, mér yfirsást ein lína. Maður verður að mæta á réttum tíma og svoleiðis er það bara,“ sagði Elías.


Athugasemdir
banner