Liverpool á erfiða leiki áður en kemur að landsleikjaglugganum í nóvember; heimaleik gegn Aston Villa annað kvöld, Meistaradeildarleik gegn Real Madrid í komandi viku og svo útileik gegn Manchester City þann 9. nóvember.
Liverpool hefur gengið afskaplega erfiðlega og er búið að tapa sex af síðustu sjö leikjum.
Á fréttamannafundi í morgunsárið sagði stjórinn Arne Slot frá því að miðjumaðurinn Ryan Gravenberch væri byrjaður að æfa og gæti spilað gegn Villa annað kvöld.
„Hann æfði í gær og mun æfa í dag og eftir það ákveðum við hvort hann sé klár í að byrja," segir Slot en sóknarmaðurinn Alexander Isak og markvörðurinn Alisson eru hinsvegar fjarri góðu gamni.
„Ég er 99,9% viss um að þeir verða ekki í hópnum á morgun."
                                    
                
                                    Liverpool hefur gengið afskaplega erfiðlega og er búið að tapa sex af síðustu sjö leikjum.
Á fréttamannafundi í morgunsárið sagði stjórinn Arne Slot frá því að miðjumaðurinn Ryan Gravenberch væri byrjaður að æfa og gæti spilað gegn Villa annað kvöld.
„Hann æfði í gær og mun æfa í dag og eftir það ákveðum við hvort hann sé klár í að byrja," segir Slot en sóknarmaðurinn Alexander Isak og markvörðurinn Alisson eru hinsvegar fjarri góðu gamni.
„Ég er 99,9% viss um að þeir verða ekki í hópnum á morgun."
Ánægður með hópinn
Slot segist vera með fulla einbeitingu á því að koma Liverpool aftur á sigurbraut.
„Ég er algjörlega ánægður með hópinn og gæðin sem við höfum í hópnum. Það er smá basl í að halda mönnum heilum og það hefur verið meira vandamál en á síðasta tímabili. Heppnin var kannski meira með okkur á síðasta tímabili en við ætlum ekki að leita í neinar afsakanir," segir Slot.
				Stöðutaflan
								 England
								Premier league - karlar
 England
								Premier league - karlar
			
		| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 9 | 7 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 22 | 
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 | 
| 3 | Tottenham | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 | 7 | +10 | 17 | 
| 4 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 | 
| 5 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 | 
| 6 | Man Utd | 9 | 5 | 1 | 3 | 15 | 14 | +1 | 16 | 
| 7 | Liverpool | 9 | 5 | 0 | 4 | 16 | 14 | +2 | 15 | 
| 8 | Aston Villa | 9 | 4 | 3 | 2 | 9 | 8 | +1 | 15 | 
| 9 | Chelsea | 9 | 4 | 2 | 3 | 17 | 11 | +6 | 14 | 
| 10 | Crystal Palace | 9 | 3 | 4 | 2 | 12 | 9 | +3 | 13 | 
| 11 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 14 | 14 | 0 | 13 | 
| 12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 | 
| 13 | Brighton | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 | 15 | -1 | 12 | 
| 14 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 | 
| 15 | Leeds | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 14 | -5 | 11 | 
| 16 | Burnley | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 | 17 | -5 | 10 | 
| 17 | Fulham | 9 | 2 | 2 | 5 | 9 | 14 | -5 | 8 | 
| 18 | Nott. Forest | 9 | 1 | 2 | 6 | 5 | 17 | -12 | 5 | 
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 | 
| 20 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 7 | 19 | -12 | 2 | 
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
                                 
                                    
