fim 30. október 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon leiðir kappið um Endrick
Endrick hefur ekki fengið að spila eina einustu mínútu frá þjálfaraskiptunum síðasta sumar.
Endrick hefur ekki fengið að spila eina einustu mínútu frá þjálfaraskiptunum síðasta sumar.
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Endrick er ekki að fá neinn spiltíma undir stjórn Xabi Alonso hjá Real Madrid og verður að öllum líkindum lánaður út í janúar.

Fabrizio Romano greinir frá því að franska félagið Lyon sé líklegast til að krækja í Endrick.

Endrick hefur þó ekki tekið neina ákvörðun um hvert hann ætlar enda opnar vetrarglugginn ekki fyrr en eftir áramót og því nægur tími til stefnu.

Endrick er 19 ára gamall og var mikilvægur hlekkur í fremstu víglínu hjá Palmeiras áður en hann var keyptur til Madrídar fyrir væna fúlgu fjárs. Talið er að Real hafi borgað 35 milljónir evra fyrir leikmanninn með 25 milljónir til viðbótar í árangurstengdar aukagreiðslur, auk 12 milljóna sem fóru í skatta vegna skiptanna.

Hann gekk til liðs við Real Madrid í fyrrasumar og skoraði 7 mörk í 37 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er einnig með 3 mörk í 14 leikjum fyrir brasilíska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.

Það er erfitt að finna pláss í liðinu hjá Real enda er Endrick meðal annars í baráttu við Kylian Mbappé og Gonzalo García um sæti í fremstu víglínu.

   05.08.2025 16:00
Fær níuna hjá Real Madrid

Athugasemdir
banner
banner