Barcelona verður án lykilmanns í rúman mánuð eftir að Pedri meiddist gegn Real Madrid í El Clasico um síðustu helgi.
Talið var að Pedri yrði frá í þrjár vikur en það kom síðar í ljós að hann verður líklega frá í einn og hálflan mánuð.
Talið var að Pedri yrði frá í þrjár vikur en það kom síðar í ljós að hann verður líklega frá í einn og hálflan mánuð.
„Meiðsli Pedri komu okkur í opna skjöldu. Hann var bara með smá verki eftir El Clasico. Við erum án eins af lykilmönnum liðsins. Vonandi kemur hann fljótlega aftur til baka," sagði Hansi Flick, stjóri Barcelona.
Dani Olmo og Robert Lewandowski eru byrjaðir að æfa aftur en þeir hafa misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.
Athugasemdir



