Manchester United hefur unnið þrjá leiki í röð og það er farið að verða bjartara yfir Old Trafford.
Rætt var um gott gengi United í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu og einnig var snert á Chelsea sem tapaði fyrir Sunderland um síðustu helgi.
Rætt var um gott gengi United í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu og einnig var snert á Chelsea sem tapaði fyrir Sunderland um síðustu helgi.
„Ég held að United sé líklegra í Meistaradeildina en Chelsea," sagði Einar Guðnason í síðasta þætti.
„Það er fullt af góðum leikmönnum hjá Chelsea en líka svo leikmenn þar sem maður hugsar 'hver er þetta?'."
„Ég hef ekkert rosalega mikla trú á þessu Chelsea liði," sagði Einar jafnframt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir


