Vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson fór í vel heppnaða aðgerð eftir að hafa slitið krossband í tapleik hjá Sönderjyske á heimavelli gegn FC Kaupmannahöfn fyrir um mánuði síðan.
Rúnar Þór gekk í raðir Sönderjyske undir lok félagaskiptagluggans í sumar eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu hjá Willem II í hollenska boltanum.
Hann lék fimm fyrstu leiki Sönderjyske frá félagaskiptunum en verður núna frá keppni út tímabilið.
Rúnar er liðsfélagi Daníels Leós Grétarssonar hjá Sönderjyske og er liðið með 16 stig eftir 13 umferðir í efstu deild danska boltans.
09.10.2025 16:05
Rúnar Þór með slitið krossband
Rúnar Sigurgeirsson har i dag gennemgået en vellykket operation for den korsbåndsskade, han pådrog sig mod FC København i sidste måned ????????????
— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) October 28, 2025
Þú kemur sterkur til baka, Rúnar ???????? pic.twitter.com/GrfrC9tSzX
Athugasemdir



