Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar fundaði með HK í gær en Kópavogsliðið er í þjálfaraleit þar sem Hermann Hreiðarsson er að öllum líkindum að taka við Val.
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því í gær að Magnús hafi fundað með HK en Vísir segir að hann sé einnig að ræða við Aftureldingu um mögulegt áframhald.
Afturelding féll úr Bestu deildinni í lokaumferðinni og verður því í sömu deild og HK á næsta ári. HK tapaði fyrir Keflavík í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar.
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því í gær að Magnús hafi fundað með HK en Vísir segir að hann sé einnig að ræða við Aftureldingu um mögulegt áframhald.
Afturelding féll úr Bestu deildinni í lokaumferðinni og verður því í sömu deild og HK á næsta ári. HK tapaði fyrir Keflavík í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar.
Magnús er að renna út á samningi en hann er einnig á blaði hjá Breiðabliki sem er í leit að þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.
HK-ingar búnir að virka samtalið við Magnús Má Einarsson þjálfara UMFA
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 29, 2025
Fundað var fyrir luktum dyrum í 203 fyrr í dag.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/DffqOeCTNd
Athugasemdir

