Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 12:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Mín besta ákvörðun að taka við Man Utd
Mynd: EPA
Ruben Amorim hefur verið stjóri Man Utd í eitt ár en liðið hefur gengið í gegnum erfiða tíma.

Það er bjart yfir Man Utd þessa dagana en liðið getur styrkt stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti með sigri gegn Nottingham Forest í dag.

„Það var erfitt að eiga við nokkur augnablik, að tapa mörgum leikjum. Það var svo erfitt fyrir mig því þetta er Man Utd," sagði Amorim.

„Staðan sem við vorum í í fyrra var erfið, settum alla einbeitingu á Evrópudeildina en unnum ekki. Ég átti í miklum vandræðum á tímabili og hugsaði að það hafi ekki verið rétt ákvörðun að taka við Man Utd."

„Það er öfugt í dag. Þið getið skrifað þetta, ég veit í dag að þetta var mín besta ákvörðun í lífinu. Ég vil vera hérna en til þess þarf ég að vinna Nottingham Forest," sagði Amorim að lokum.
Athugasemdir
banner
banner