Elías Már Ómarsson var á skotskónum þegar Meizhou Hakka gerði jafntefli gegn Dalian Yingbo í kínversku deildinni í dag.
Dalian Yingbo var með 2-0 forystu í hálfleik en Elías minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Elías hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 13 leikjum. Dalian Yingbo skoraði síðan sjálfsmark þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.
Dalian Yingbo var með 2-0 forystu í hálfleik en Elías minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Elías hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 13 leikjum. Dalian Yingbo skoraði síðan sjálfsmark þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.
Meizhou Hakka er i næst neðsta sæti með 21 stig eftir 29 umferðir.
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður þegar Hertha Berlin vann Dynamo Dresden 2-0 í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha er í 8. sæti með 17 stig eftir 11 umferðir.
Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliðinu hjá Álaborg þegar liðið vann Mddelfart í næst efstu deild í Danmörku. Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn á undir lokin þegar Kolding gerði 1-1 jafntefli gegn toppliði Hillerod.
Álaborg er í 3. sæti meeð 24 stig eftir 15 umferðir. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Hillerod. Kolding er í 6. sæti með 22 stig.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp annað mark Al-Dhafra í 3-0 sigri gegn Ittihad Kalba í deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al-Dhafra fór upp fyrir Ittihad Kalba í 5. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir