Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum hjá Sparta Rotterdam þegar liðið vann Groningen í hollenska bikarnum í kvöld. Brynjólfur Willumsson byrjaði á bekknum hjá Groningen.
                
                
                                    Groningen var með 2-1 forystu í hálfleik en Sparta skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik og náði forystunni. Nökkvi kom inn á sem varamaður og lagði upp fjórða mark liðsins. Brynjólfur kom inn á sem varamaður rétt fyrir fjórða mark Sparta.
Það var gríðarlega sterkt fyrir Nökkva að sýna sig í kvöld því hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á tímabilinu til þessa.
Groningen missti mann af velli með rautt spjald undir lok leiksins og Sparta skoraði fimmta markið í uppbótatíma. 5-2 sigur Sparta staðreynd. Sparta er því komið áfram í fjórðu umferð bikarsins en Groningen er úr leik.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                