banner
   fim 30. október 2025 10:20
Kári Snorrason
Marko Vardic farinn frá ÍA (Staðfest)
Marko Vardic.
Marko Vardic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Slóveninn Marko Vardic hefur yfirgefið ÍA eftir að samningur hans við félagið rann út. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins síðustu tvö ár, en þar áður lék hann með Grindavík hérlendis.

Vardic er þrítugur miðjumaður sem getur einnig leikið í miðverði. Hann spilaði 25 leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með ÍA, sem endaði í áttunda sæti deildarinnar.

Félagið tilkynnti tíðindin í morgunsárið og má sjá tilkynninguna hér fyrir neðan.


Tilkynning ÍA:

Marko Vardic kveður ÍA

Marko Vardic hefur lokið tveggja ára samningi sínum hjá ÍA. 

Hann hefur verið mikilvægur leikmaður liðsins á undanförnum árum og spilaði stórt hlutverk í að snúa gengi liðsins við á lokakafla mótsins á keppnistímabilinu sem var að líða. 

Knattspyrnufélagið ÍA þakkar Marko fyrir framúrskarandi framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni — bæði innan vallar sem utan.


Athugasemdir
banner