fim 30. október 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Viss um að Man Utd sé með nægilega stóra fréttadeild til að horfa á allt viðtalið"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Man Utd heimsækir Nottingham Forest í úrvalsldeildinni um helgina en United hefur unnið þrjá leiki í röð.

Amorim er á góðu flugi með liðið eftir erfiða tíma. Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, sagði fyrr á þessu ári að hann myndi vinna fleiri leiki með United með því að stilla liðinu upp í 4-4-2.

Ruben Amorim var spurður út í ummæli Dyche á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Það er kannski rétt að við myndum vinna fleiri leiki ef við myndum spila 4-4-2. Ég hef alltaf sagt að ég spila á minn hátt og það muni taka tíma og yrði betra í framtíðinni," sagði Amorim.

„Ég vil ekki fylgjast með þér ef þú ert sérfræðingur og segir ekkert athyglisvert. Þetta eru tvö mismunandi störf, ég veit að Sean Dyche er mjög gáfaður og kann leikinn. Það er eitt að ræða um leikinn og að þjálfa."

Þá svaraði Dyche fyrir sig.

„Ég efaðist ekki um hann sem einstakling, ég myndi aldrei gera það. Ég er í góðu sambandi við flesta utan fótboltans, við tökumst aðeins á á hliðarlínunni hér og þar," sagði Dyche.

„Það er miður að smellubeita geti drepið allt þessa dagana og breytir sögunni algjörlega. Ég er viss um að Man Utd sé með nægilega stóra fréttadeild til að horfa á allt viðtalið því ég sagði að ég vil að stjórar fái tíma. Ég sagði að hann ætti að fá hálft tímabil en því miður var það ekki hluti af sögunni."
Athugasemdir
banner