fim 30. október 2025 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það virðist einn leikmaður vera með meðvitund"
Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
Mynd: EPA
Liverpool hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabilsins en liðið hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Þar á meðal hafa fjórir verið í deildinni.

Liverpool var talið líklegasta liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina áður en tímabilið hófst en það virðist ekki mjög raunhæft í dag. Nýir leikmenn hafa komið með lítið að borðinu og Arne Slot hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sína frammistöðu sem stjóri liðsins.

„Það virðist einn leikmaður vera með meðvitund, Dominik Szoboszlai," sagði Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, í Enski boltinn hlaðvarpinu síðasta mánudag.

„Hann er maður leiksins leik eftir leik. Aðrir leikmenn eru langt undir pari og áhugalausir."

„Stærsta vandamálið er samt kannski það hvernig Arne Slot er að tala í viðtölum," sagði Maggi en Slot hefur ekki verið mjög stór í viðtölum að undanförnu.
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Athugasemdir
banner