Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristófer Áki alfarið til Ólafsvíkur
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víkingur Ó hefur náð samkomulagi við Kristófer Áka Hlinason um að spila áfram með liðinu næsta sumar.

Þessi 21 árs gamli vinstri bakvörður spilaði með liðinu á láni frá ÍA síðasta sumar.

Hann kom við sögu í 27 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, þar af 21 leik í 2. deild og skoraði eitt mark í Mjólkurbikarnum. Liðið hafnaði í 8. sæti í 2. deild.

„Við fögnum því að Kristófer Áki hafi ákveðið að taka slaginn með okkur áfram!" Segir í tilkynningu frá Víkingi.


Athugasemdir
banner