Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Koulibaly og Dembélé sáu rautt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem stórveldi Al-Hilal vann naumlega gegn Al-Shabab á heimavelli.

Marcos Leonardo hefur verið funheitur á tímabilinu og skoraði hann í þriðja leiknum í röð, en þetta var tólfta mark hans í síðustu tólf keppnisleikjum með Al-Hilal. Það reyndist eina mark leiksins, en miðvörðurinn Kalidou Koulibaly fékk beint rautt spjald á 78. mínútu.

Theo Hernández, Rúben Neves og Malcom voru einnig meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal, sem leikur undir stjórn Simone Inzaghi. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, með 17 stig eftir 7 umferðir.

Wesley Hoedt og Josh Brownhill voru í byrjunarliði Al-Shabab og kom Yannick Carrasco inn af bekknum.

Franski framherjinn Moussa Dembélé, sem hefur leikið fyrir Fulham, Celtic, Lyon og Atlético Madrid hingað til á ferlinum, var þá í byrjunarliði Al-Ettifaq og lagði upp opnunarmark leiksins gegn Al-Hazem.

Hann fékk svo að líta beint rautt spjald snemma í síðari hálfleik og réðu tíu liðsfélagar hans ekki við gestina og lentu undir. Heimamenn gáfust þó ekki upp og náðu að skora jöfnunarmark á lokamínútunum, leikmanni færri. Lokatölur urðu því 2-2.

Georginio Wijnaldum er fyrirliði Al-Ettifaq og voru Jack Hendry, Ondrej Duda, Álvaro Medrán og Marek Rodák einnig meðal byrjunarliðsmanna. Liðið er aðeins komið með 8 stig eftir 7 umferðir.

Að lokum hafði Al-Okhdood betur gegn Al-Najma í botnbaráttunni.

Al-Hilal 1 - 0 Al-Shabab
1-0 Marcos Leonardo ('36)
Rautt spjald: Kalidou Koulibaly, Al-Hilal ('78)

Al-Ettifaq 2 - 2 Al-Hazem
1-0 Khalid Al-Ghannam ('14)
1-1 Fabio Martins ('63)
1-2 Omar Al-Somah ('65)
2-2 Mohau Nkota ('90)
Rautt spjald: Moussa Dembele, Al-Ettifaq ('57)

Al-Okhdood 2 - 1 Al-Najma
1-0 Saeed Al-Rubaie ('19)
1-1 Petros ('53, sjálfsmark)
2-1 Saeed Al-Rubaie ('80)
Athugasemdir
banner
banner