Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Amad bjargaði stigi fyrir Man Utd - Arsenal styrkir stöðu sína
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Man Utd heimsótti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man Utd hefur verið á góðu flugi undanfarið og gat unnið fjórða leikinn í röð í dag.

Leikurinn byrjaði vel fyrir United þar sem Casemiro skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Bruno Fernandes. Það var umdeilt hvort Man Utd hafi átt að fá hornspyrnuna þar sem boltinn var líklega ekki kominn út af.

Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir Nottingham Forest þar sem Morgan Gibbs-White jafnaði metin strax í upphafi þegar hann skoraði með skalla.

Strax í kjölfarið komst Nicolo Savona í dauðafæri og skoraði af öryggi og kom Nottingham Forest yfir. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Amad Diallo metin þegar hann skoraði með glæsilegu viðstöðulausu skoti.

Diallo var nálægt því að tryggja Man Utd sigurinn í blálokin en Murillo bjargaði á líniu.

Arsenal styrkti stöðu sína á toppnum þegar liðið lagði Burnley. Viktor Gyökeres kom Arsenal yfir. Gabriel fékk boltann á fjær eftir hornspyrnu og sendi boltann inn á markteiginn þar sem Gyökeres var mættur og skoraði með skalla.

Declan Rice bætti öðru markinu við þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Burnley tókst ekki að klóra í bakkann og sigur Arsenal staðreynd.

Vitor Pereira, stjóri Wolves, er undir mikilli pressu en liðið er áfram á botninum eftir tap gegn Fulham. Brighton og Crystal Palace unnu góða sigra.

Fulham 3 - 0 Wolves
1-0 Ryan Sessegnon ('9 )
2-0 Harry Wilson ('62 )
3-0 Yerson Mosquera ('75 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Emmanuel Agbadou, Wolves ('36)

Crystal Palace 2 - 0 Brentford
1-0 Jean-Philippe Mateta ('30 )
2-0 Nathan Collins ('51 , sjálfsmark)

Brighton 3 - 0 Leeds
1-0 Danny Welbeck ('11 )
2-0 Diego Gomez ('64 )
3-0 Diego Gomez ('70 )

Nott. Forest 2 - 2 Manchester Utd
0-1 Casemiro ('34 )
1-1 Morgan Gibbs-White ('48 )
2-1 Nicolo Savona ('50 )
2-2 Amad Diallo ('81 )

Burnley 0 - 2 Arsenal
0-1 Viktor Gyokeres ('14 )
0-2 Declan Rice ('35 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Liverpool 10 6 0 4 17 14 +3 18
4 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
5 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
6 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
7 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
8 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 9 0 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner