Palmeiras 4 - 0 LDU Quito (4-3 samanlagt)
1-0 Ramon Sosa ('20)
2-0 Bruno Fuchs ('45+5)
3-0 Raphael Veiga ('68)
4-0 Raphael Veiga ('82, víti)
1-0 Ramon Sosa ('20)
2-0 Bruno Fuchs ('45+5)
3-0 Raphael Veiga ('68)
4-0 Raphael Veiga ('82, víti)
Brasilíska stórveldið Palmeiras tryggði sér sæti í úrslitaleik Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildarinnar, með mögnuðum sigri gegn LDU Quito í nótt.
Palmeiras fékk Quito í heimsókn frá Ekvador eftir að hafa óvænt tapað 3-0 í fyrri leiknum á útivelli.
Brassarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-0 á heimavelli í nótt í leik þar sem aðeins eitt lið virtist vera á vellinum.
Ramón Sosa og Bruno Fuchs skoruðu í fyrri hálfleik en 2-0 var ekki nóg fyrir heimamenn. Abel Ferreira þjálfari gerði tvöfalda skiptingu á 64. mínútu þar sem Felipe Anderson, fyrrum leikmaður West Ham og Lazio, kom inn af bekknum ásamt brasilíska landsliðsmanninum Raphael Veiga.
Það tók Veiga ekki nema fjórar mínútur að skora þriðja mark heimamanna, eftir stoðsendingu frá Vitor Roque, og jafna þannig heildarstöðuna. Á 82. mínútu var svo dæmd vítaspyrna og skoraði Veiga af punktinum til að tryggja sigur.
Mögnuð endurkoma Palmeiras tryggir þeim farmiða í úrslitaleik Copa Libertadores, gegn samlöndum sínum í liði Flamengo. Sá leikur fer fram 29. nóvember í Líma, höfuðborg Perú.
Þetta verður fimmti brasilíski úrslitaleikur Copa Libertadores á síðustu sex árum, en Botafogo er ríkjandi meistari. Palmeiras vann keppnina 2020 og 2021 en Flamengo vann 2019 og 2023.
24.10.2025 19:00
Copa Libertadores: Vinnur Quito annan titil?
Athugasemdir





