Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marko Vardic með tilboð úr Bestu - „Blendnar tilfinningar"
Kveður ÍA eftir tvö tímabil á Akranesi.
Kveður ÍA eftir tvö tímabil á Akranesi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom við sögu í 25 af 27 deildarleikjum á tímabilinu.
Kom við sögu í 25 af 27 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég kynntist fólki sem verða vinir mínir fyrir lífstíð'
'Ég kynntist fólki sem verða vinir mínir fyrir lífstíð'
Mynd: Baldvin Berndsen: Berndsenphoto
'Mér hefur liðið í smá tíma eins og ég sé tilbúinn í nýja áskorun'
'Mér hefur liðið í smá tíma eins og ég sé tilbúinn í nýja áskorun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marko Vardic yfirgaf ÍA í vikunni en samningur hans við félagið er að renna út. Hann kom á Akranes fyrir tímabilið 2024 og gerði tveggja ára samning.

Marko er þrítugur slóvenskur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2023 þar sem hann spilaði með Grindavík í Lengjudeildinni. Hann spilaði 21 leik í fyrra og 25 leik í ár.

Fótbolti.net ræddi við Marko í dag.

Besta niðurstaðan fyrir báða aðila
Ertu ánægður með þá niðurstöðu að þú verðir ekki áfram?

„Það er erfitt að svara þessari spurningu, þetta eru blendnar tilfinningar. Hér leið mér eins og heima hjá mér. Ég kynntist fólki sem verða vinir mínir fyrir lífstíð. Það voru hæðir og lægðir en þegar ég horfi til baka þá óx ég sem leikmaður og einstaklingur. Svona er alltaf fullt af tilfinningum, en það segir bara að ég átti mjög góðan tíma hér. En mér hefur liðið í smá tíma eins og ég sé tilbúinn í nýja áskorun," segir Marko.

„Já, ég og Lárus áttum fund. Við ræddum stöðuna og vorum sammála um að þessi niðurstaða væri sú besta fyrir báða aðila. Það var full virðing frá báðum hliðum."

Marko vill spila áfram á Íslandi.

„Ég er með nokkur tilboð úr Bestu deildinni en líka erlendis frá. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni."

Ekki hægt án sterkra karaktera
Marko gerði upp tímabilið 2025. ÍA endaði í 8. sæti eftir að hafa unnið sex af síðustu sjö leikjunum. Í lok ágúst blasti við fall, en liðið sneri við blaðinu og hélt sér uppi.

„Ég er ánægður með niðurstöðuna, þetta var sérstakt tímabil hjá okkur. Á tímapunktum vorum við ekki nægilega heppnir, og stundum var frammistaðan einfaldlega ekki nógu góð."

„Undir stjórn Jóns Þórs á síðasta tímabili sýndum við að við gátum barist um Evrópusæti. Svo aftur seinni hluta tímabilsins í ár, sýndum að það býr helingur í liðinu þegar enginn hafði trú á okkur. Án gæðaleikmanna og sterkum karakterum hefði það ekki verið hægt."

„Þjálfarateymið trúði á okkur allan tímann, jafnvel á erfiðustu tímunum."

Breyttist allt eftir leikinn gegn ÍBV
Marko lék sem miðvörður gegn ÍBV í lok ágúst en var kominn á miðjuna í næsta leik á eftir og lék þar út tímabilið. Að erfiðustu tímunum, hvað gerðist eftir tapið gegn ÍBV í lok ágúst?

„Þetta var svona 'að vera eða ekki vera' augnablik. Eftir leikinn gegn ÍBV bjuggust örugglega allir á landinu við því að við myndum falla. Ég held að þú þurfir ekki neina meiri hvatningu en það þegar staðan er þannig. Enginn vill vera hluti af Skagaliði sem fellur. Frá fyrstu æfingu eftir leikinn gegn ÍBV breyttist allt."

Að lokum, hvernig var tíminn á Akranesi?

„Akranes er mjög svipað heimabæ mínum. Mér hefur liðið eins og heima, sérstaklega út af fólkinu á Skaganum og sjálfs bæjarins og umhverfisins," segir Marko að lokum.
Athugasemdir
banner