banner
   fim 30. október 2025 11:30
Kári Snorrason
Aftur slá ungstirni Chelsea met
 Tyrique George var á meðal markaskorara í gær.
Tyrique George var á meðal markaskorara í gær.
Mynd: EPA

Wolves tók á móti Chelsea í gærkvöldi í úrvalsdeildarslag í enska deildabikarnum. Leikar enduðu 3-4 Chelsea í vil en ungstirni Lundúnarliðsins fóru á kostum og skoruðu öll fjögur mörk liðsins.  

Chelsea varð í gærkvöldi fyrsta úrvalsdeildarliðið í sögunni til að vera með fjóra mismunandi markaskorara 21 árs eða yngri í einum og sama leiknum, metið nær yfir allar keppnir.

Mörkin skoruðu þeir Andrey Santos (21), Jamie Gittens (21),  Tyrique George (19) og Brasilíumaðurinn Estêvão (18).


Það er ekki nema vika síðan að Chelsea bætti met í Meistaradeildinni í leik gegn Ajax þar sem að þrír leikmenn á táningsaldri skoruðu. En þá voru þeir Estêvão, Marc Guiu og Tyrique George á skotskónum.

Í sama leik varð hinn 17 ára gamli Reggie Walsh þá yngsti leikmaður í sögu Chelsea til að spila í Meistaradeildinni og næst yngsti Englendingurinn í sögunni til að spila í keppninni á eftir Jack Wilshere, sem var 16 ára og 329 daga.


Athugasemdir
banner
banner