Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   fim 30. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard inleiddur í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar
Hazard skoraði 85 mörk og gaf 54 stoðsendingar í 245 úrvalsdeildarleikjum með Chelsea. Hann fann aldrei aftur sama takt eftir brottförina frá Chelsea.
Hazard skoraði 85 mörk og gaf 54 stoðsendingar í 245 úrvalsdeildarleikjum með Chelsea. Hann fann aldrei aftur sama takt eftir brottförina frá Chelsea.
Mynd: EPA
Eden Hazard er búinn að tryggja sér sæti í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa verið einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar á árunum 2012 til 2019.

Hazard vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með Chelsea og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2014-15. Þar að auki var hann fjórum sinnum valinn besti leikmaður Chelsea á sjö árum hjá félaginu.

Hazad er 26. leikmaðurinn sem fær sæti í frægðarhöllinni og sá annar sem er innleiddur á þessu ári eftir Gary Neville. Þeir 24 sem voru í frægðarhöllinni fyrir kusu að gefa þessum tveimur leikmönnum sæti, en Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger, Paul Scholes, Didier Drogba, Vincent Kompany og Dennis Bergkamp eru meðal fyrrum leikmanna og þjálfara sem eiga sæti í höllinni.

„Draumur minn hefur alltaf verið að spila fótbolta á hæsta gæðastigi og það er mjög þýðingarmikið að fá sæti í frægðarhöllinni. Ég er mjög stoltur. Foreldrar mínir voru bæði í fótbolta og börnin mín elska íþróttina," sagði Hazard meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner