banner
   fim 30. október 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Roma vill Zirkzee í janúar - Ake á óskalista Palace
Powerade
Zirkzee, leikmaður Manchester United.
Zirkzee, leikmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake.
Hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roma vill leikmann frá Manchester United í janúarglugganum, Crystal Palace gæti gert tilboð í leikmann Manchester City og Liverpool er enn með tilboð á borðinu frá Sádi-Arabíu. Hér er slúðrið.

Roma hefur áhuga á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee (24) hjá Manchester United fyrir janúargluggann. (Gazzetta dello Sport)

Crystal Palace íhugar að reyna við hollenska varnarmanninn Nathan Ake (30) hjá Manchester City næsta sumar. (TeamTalk)

Tilboð frá Sádi-Arabíu í egypska framherjann Mohamed Salah (33) hjá Liverpool er enn á borðinu. (TBR)

Tottenham hefur áhuga á enska framherjanum Jarred Bowen (28) hjá West Ham. (Fichajes)

Fabio Carvalho (23) er á leið í viðræður við Brentford um framtíð sína en portúgalski vængmaðurinn hefur áhuga á að færa sig um set í janúar. (Sky Sports)

Chelsea hyggst skipta Enzo Maresca út fyrir Andoni Iraola, stjóra Bournemouth. (Caught Offside)

Lyon er í viðræðum um að fá brasilíska framherjann Endrick (19) á sex mánaða lánssamningi frá Real Madrid í janúar. (Mail)

Brasilíski framherjinn Neymar (33) er að fara að framlengja við Santos en hann hafði upphaflega áætlað að snúa aftur til Evrópu fyrir HM á næsta ári. (AS)

Celtic hefur áhuga á Nicky Hayen, stjóra Club Brugge, en Skotlandsmeistararnir eru í stjóraleit eftir að Brendan Rodgers sagði upp. (Nieuwsblad)

Luciano Spalletti hefur samþykkt að taka við Juventus og skrifar undir samning til 2026, með möguleika á framlengingu. (Sky Italia)
Athugasemdir