Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar Daði yfirgefur ÍBV - Ætlar sér að verða aðalmarkvörður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Daði Arnarsson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net ákveðið að endursemja ekki við ÍBV, samningur hans við félagið er að renna út því er ljóst að hann verður ekki áfram í Vestmannaeyum.

Hann var í hlutverki varamarkvarðar á liðnu tímabili, lék bikarleiki ÍBV og tvo deildarleiki, en Marcel Zapytowski stóð vaktina í hinum leikjunm og framlengdi hann í Eyjum fyrr í þessum mánuði.

Hjörvar vill komast í stærra hlutverk, það var áhugi á honum í sumarglugganum en ekkert varð úr því að hann færi frá ÍBV.

Hjörvar er 25 ára og uppalinn hjá HK. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍR 2021, var svo aðalmarkmaður Hattar/Hugins 2022 og 2023 og hjálpaði svo ÍBV að vinna Lengjudeildina 2024 þegar hann lék meirihluta leikja liðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi frá Færeyjum á Hjörvari, en sá áhugi er þó á algjöru byrjunarstigi.

„Þeir hafa báðir staðið sig gríðarlega vel og undirstrikar mikilvægi þess að vera með tvo góða markmenn, líka upp á æfingar að gera. ÍBV hefur ekki verið svona góðri stöðu í mörg mörg ár með markmenn. Þeirra mál eru bara í skoðun," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, um markmennina sína fyrir þremur vikum síðan.
Athugasemdir
banner