Heimild: KA 
            
                                        
                                                                                                                                                                                                                                        
                                                                
                KA tilkynnti í dag að Andri Fannar Stefánsson yrði ekki áfram leikmaður félagsins. Honum er þakkað kærlega fyrir hans framlag sem leikmaður liðsins.
Andri Fannar er þó ekki að kveðja félagið því hann er mjög fær yngri flokka þjálfari og heldur áfram að starfa fyrir félagið. Hann er afreksþjálfari 13-16 ára drengja og þjálfar 5. flokk drengja.
                                    
                
                                    Andri Fannar er þó ekki að kveðja félagið því hann er mjög fær yngri flokka þjálfari og heldur áfram að starfa fyrir félagið. Hann er afreksþjálfari 13-16 ára drengja og þjálfar 5. flokk drengja.
Úr frétt á heimasíðu KA
Andri Fannar lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA árið 2008, þá aðeins 17 ára gamall og vakti strax verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína. Hann gekk í raðir Valsmanna árið 2010 þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis Bikarmeistari.
Andri sneri loks aftur heim fyrir sumarið 2019 og hefur síðan verið mikilvægur hluti í uppbyggingu KA liðsins sem kristallast í þeim frábæra árangri er liðið tryggði sér þátttökurétt í evrópu með því að enda í 2. sæti í Bestu deildinni 2022, landa Bikarmeistaratitlinum síðasta sumar að ógleymdri frábærri frammistöðu liðsins í UEFA Conference League árið 2023 og á nýliðnu sumri.
Í sumar náði Andri Fannar þeim merka áfanga að spila 200 leiki í efstu deild. Hann lék alls 186 leiki fyrir KA í deild, bikar, meistarakeppni KSÍ og Evrópukeppni og skoraði í þeim 13 mörk.
Þá hefur Andri unnið mikið starf í kringum félagið og á klárlega stóran þátt í því að lyfta starfi KA upp á hærra plan. Hann fór snemma að þjálfa yngriflokka og á ansi mikið í fjölmörgum iðkendum KA í gegnum tíðina.
Við þökkum Andra kærlega fyrir hans frábæra framlag til KA á vellinum og hlökkum til að vinna áfram náið með honum í að byggja upp yngriflokkastarf okkar enn frekar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
         
                                
 
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
