Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Parish um Guéhi: Ekki rétti tíminn til að selja
Guéhi er fyrirliði Palace og fastamaður í enska landsliðinu.
Guéhi er fyrirliði Palace og fastamaður í enska landsliðinu.
Mynd: EPA
Palace seldi Eze til nágranna sinna í Arsenal í sumar.
Palace seldi Eze til nágranna sinna í Arsenal í sumar.
Mynd: EPA
Steve Parish forseti Crystal Palace útskýrði ákvörðun félagsins að selja ekki Marc Guéhi til Englandsmeistara Liverpool í sumarglugganum.

Guéhi virtist vera á leið til Liverpool en Palace þurfti að hætta við skiptin á lokadegi gluggans þegar félaginu mistókst að landa arftaka. Miðvörðurinn Igor Julio virtist á leið til Palace en hann fór þess í stað til West Ham á lánssamningi. Hann hefur þó ekki verið partur af byrjunarliðinu þar á upphafi tímabils.

Guéhi er fyrirliði Palace og rennur út á samningi næsta sumar, en félagið hefði fengið um 35 milljónir punda fyrir söluna á honum til Liverpool auk 10% af hagnaði af endursölu leikmannsins.

Hann ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið og verður því annað hvort seldur í janúar eða fer frítt næsta sumar.

„Við lágum lengi yfir þessu máli og köfuðum djúpt í öll atriðin með og á móti. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir okkur en við teljum okkur hafa tekið rétta ákvörðun að lokum. Ég verð að hrósa Marc (Guéhi) fyrir fagmennskuna sem hann hefur sýnt í kringum allt þetta mál. Hann hafði áhuga á að skipta um félag en sagði að það væri ekkert vandamál að vera áfram hjá Palace í annað ár," sagði Parish.

„Við þurftum að halda Marc vegna þess að munurinn á milli þess að eiga frábært tímabil og að vera í fallbaráttu getur verið svo lítill sem fimm sigrar. Það getur verið mjög stutt á milli í ensku úrvalsdeildinni. Við vitum hvað við höfum í Marc og við þurftum á honum að halda eftir að vera búnir að missa Michael (Olise) og Ebs (Eberechi Eze) síðustu tvö sumur.

„Okkur leið eins og það hefði verið mikil áhætta að selja hann og eiga í hættu á að enda í fallbaráttu. Eftir að hafa gert reikningsdæmið ákváðum við að þetta væri ekki rétti tíminn til að selja."


   18.10.2025 10:45
Glasner: Guehi fer á næsta ári

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner
banner