Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Stórleikur í London og Liverpool þarf sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem fimm leikir hefjast samtímis klukkan 15:00 áður en stórleikir dagsins eiga sér stað.

Topplið Arsenal heimsækir nýliða Burnley á sama tíma og Manchester United kíkir til Nottingham í leit að fjórða sigrinum í röð. Brighton, Fulham og Crystal Palace eiga heimaleiki á meðan.

Síðar í dag eigast Tottenham og Chelsea við í spennandi Lundúnarslag, þar sem þrjú stig skilja liðin að á stöðutöflunni. Tottenham er í þriðja sæti sem stendur með 17 stig, þremur stigum meira heldur en Chelsea.

Í kvöldleiknum taka Englandsmeistarar Liverpool á móti lærlingum Unai Emery í liði Aston Villa. Þar er um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir Liverpool eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum.

Leikir dagsins
15:00 Fulham - Wolves
15:00 Crystal Palace - Brentford
15:00 Brighton - Leeds
15:00 Nott. Forest - Man Utd
15:00 Burnley - Arsenal
17:30 Tottenham - Chelsea
20:00 Liverpool - Aston Villa
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner
banner