Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Annað tap í röð hjá Gulla og félögum - AB tapaði
Mynd: Horsens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í Evrópu.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inn af bekknum á 49. mínútu í tapi Horsens gegn HB Köge. Þetta er annað tapið í röð hjá Horsens sem er í fjórða sæti í næstefstu deild í Danmörku.

Gulli og félagar eru með 22 stig eftir 15 umferðir.

Í þriðju efstu deild var Adam Ingi Benediktsson á milli stanga AB og byrjaði Ægir Jarl Jónasson á bekknum í tapi gegn Fremad Amager.

AB er á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið, með 30 stig eftir 14 umferðir. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfar liðið.

Í næstefstu deild í Póllandi var Oliver Stefánsson í byrjunarliðinu hjá Tychy sem tapaði gegn Ruch Chorzow. Oliver spilaði fyrstu klukkustundina í hjarta varnarinnar en var skipt af velli í stöðunni 2-0 og urðu lokatölur 2-1.

Tychy er í fallbaráttu með 12 stig eftir 15 umferðir.

Að lokum var Helgi Fróði Ingason ónotaður varamaður í flottum sigri Helmond í næstefstu deild í Hollandi.

Helmond vann með þriggja marka mun og er með 19 stig eftir 14 umferðir.

Horsens 2 - 3 HB Köge

Fremad Amager 2 - 1 AB

Ruch Chorzow 2 - 1 Tychy

Oss 0 - 3 Helmond

Athugasemdir
banner