Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   fim 30. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tvö rauð spjöld í tveimur leikjum með Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk beint rautt spjald er Liverpool tapaði á heimavelli gegn Crystal Palace í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Hann fékk rautt fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður eftir að hafa misst boltann afar klaufalega frá sér og hleypt gestunum í skyndisókn.

Hann var aðeins inni á vellinum í 12 mínútur áður en hann lét reka sig af velli. Þetta atvik vekur sérstaklega mikla athygli útaf því að þetta var annar leikur Nallo með aðalliði Liverpool, en honum tókst líka að láta reka sig af velli í hinum leiknum.

Fyrir níu mánuðum fór Liverpool í heimsókn til PSV Eindhoven í Meistaradeildinni og tapaði 3-2 og fékk Nallo að spila síðustu mínútur leiksins. Honum var skipt inn á 83. mínútu en fjórum mínútum síðar braut hann af sér sem aftasti varnarmaður og var sendur í sturtu. Í það skiptið sparkaði hann í viðkvæman stað á andstæðingi sínum.

   29.10.2025 21:42
Enski deildabikarinn: Liverpool steinlá á Anfield

Athugasemdir
banner
banner
banner