fim 30. október 2025 14:00
Kári Snorrason
Milos fékk ekki serbneska landsliðið - Paunovic ráðinn (Staðfest)
Veljko Paunovic er nýr þjálfari serbneska landsliðsins.
Veljko Paunovic er nýr þjálfari serbneska landsliðsins.
Mynd: EPA
Milos Milojevic hóf þjálfaraferilinn á Íslandi.
Milos Milojevic hóf þjálfaraferilinn á Íslandi.
Mynd: Raggi Óla

Serbneska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt Veljko Paunovic sem nýjan þjálfara karlalandsliðsins. 

Paunovic var nýverið rekinn frá spænska B-deildarliðinu Real Oviedo í upphafi mánaðar. Hann þekkir vel til innan knattspyrnusambands Serbíu en hann hefur þjálfað yngri landslið Serbíu.

Hann stýrði U21 landsliði Serbíu fyrir tíu árum en þar áður var hann með U19 og U18 ára liðin. Sem leikmaður er Paunovic eflaust þekktastur fyrir dvöl sína hjá Atlético Madrid.

Serbinn Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, var meðal þeirra sem eru orðaðir voru við starfið. En Milos er þjálfari Sharjah FC í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.


Dragan Stojkovic sagði upp störfum sem þjálfari karlalandsliðsins Serbíu eftir 1-0 tapið gegn Albaníu í undankeppni HM í síðasta verkefni. Stojkovic tók við Serbum árið 2021 og stýrði þeim á HM í Katar ári síðar.

Serbar eru í 3. sæti K-riðils með 10 stig einu stigi á eftir Albaníu sem er í öðru sæti með 11 stig. Englendingar eru á toppnum og hafa þegar tryggt sér sæti á HM.


Athugasemdir
banner