Breytingar hafa verið gerðar á knattspyrnustjórn Vals en Málfríður Erna Sigurðardóttir og Erna Erlendsdóttir sem kosnar voru í stjórnina fyrir ári síðan eru ekki lengur skráðar í hana.
Baldur Þórólfsson og Hilmar Þorsteinn Hilmarsson sem voru varamenn eru komnir inn í þeirra stað samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins.
Baldur Þórólfsson og Hilmar Þorsteinn Hilmarsson sem voru varamenn eru komnir inn í þeirra stað samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sögðu þær Málfríður og Erna sig úr stjórninni á dögunum en þær voru víst ekki sáttar við sitt hlutverk og skort á upplýsingagjöf.
Stjórn Vals hefur fengið talsverða gagnrýni að undanförnu fyrir það hvernig staðið hefur veirð að málum, bæði varðandi þjálfarabreytingar og hvernig Sigurði Agli Lárussyni var tilkynnt um að hann fengi ekki tilboð um nýjan samning.
Túfa verður ekki áfram þjálfari Vals en hann var látinn taka pokann sinn og einnig hafa aðstoðarmenn hans; Haukur Páll Sigurðsson og Kjartan Sturluson, látið af störfum.
Núverandi knattspyrnustjórn Vals (samkvæmt heimasíðu félagsins)
Björn Steinar Jónsson - Formaður Vals
Styrmir Þór Bragason - Varaformaður og formaður Mfl. ráðs kvenna
Breki Logason - Formaður Mfl. ráðs Karla
Kristinn Ingi Lárusson - Meðstjórnandi
Ólafur Thors - Meðstjórnandi -
Baldur Þórólfsson - Meðstjórnandi
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson - Meðstjórnandi
Athugasemdir


