Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dýrmætur sigur fyrir Söndru og stöllur í Köln
Kvenaboltinn
Mynd: Köln
Sandra María Jessen var í byrjunarliðinu er Köln tók á móti Nürnberg í mikilvægum leik í neðri hluta þýsku deildarinnar í dag.

Sandra lék fyrstu 83 mínúturnar í þægilegum 3-0 sigri þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Hún var komin með fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum en tókst ekki að skora í dag.

Köln er með 10 stig eftir 8 umferðir, einu stigi fyrir ofan Nürnberg eftir sigurinn.

Í Svíþjóð var Eyrún Embla Hjartardóttir í byrjunarliðinu hjá B-liði Häcken sem tók á móti Elfsborg í næstefstu deild.

Elfsborg hafði betur þar sem lokatölur urðu 0-2, en Häcken er með 24 stig eftir 24 umferðir. Elfsborg er sex stigum fyrir ofan.

Köln 3 - 0 Nurnberg

Hacken B 0 - 2 Elfsborg

Athugasemdir
banner