Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Tottenham hætti í fótbolta til að elta drauminn
Mynd: Tottenham
27 ára Alfie Whiteman er búinn að leggja markmannshanskana á hilluna eftir að hafa verið hjá Tottenham allan ferilinn.

Whiteman var lengi vel þriðji markvörður hjá Tottenham eftir að hafa alist upp hjá félaginu. Hann rann út á samningi síðasta sumar og fékk ekki endurnýjun. Hann var með tilboð á borðinu frá ýmsum félögum úr neðri deildum enska boltans, allt upp í Championship deildina, en ákvað að lokum að elta frekar drauminn.

Í hans tilfelli er draumurinn að verða leikstjóri og hefur Whiteman verið ráðinn til framleiðslufyrirtækisins Somesuch. Þar mun hann mynda og halda áfram að læra leikstjórn.

Whiteman lék einn keppnisleik með aðalliði Tottenham og var lánaður til Degerfors í sænsku deildinni frá 2021 til 2022.

Hann þótti mikið efni á sínum yngri árum og lék 10 landsleiki fyrir U17 og U19 lið Englands.
Athugasemdir
banner