Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 31. október 2025 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Girona áfram á botninum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Getafe 2 - 1 Girona
1-0 Mario Martin ('72 )
2-0 Borja Mayoral ('86 )
2-1 Cristhian Stuani ('94 , víti)

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í viðureign Getafe gegn Girona í spænska boltanum í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur og var þjálfari heimamanna í Getafe ekki ánægður svo hann gerði þrefalda skiptingu í leikhlé.

Getafe var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og var Mario Martín meðal þeirra sem komu inn af bekknum. Hann skoraði opnunarmark leiksins á 72. mínútu áður en Borja Mayoral tvöfaldaði forystuna á lokakaflanum.

Gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í uppbótartíma þegar Cristhian Stuani skoraði úr vítaspyrnu. Nær komst Girona þó ekki svo lokatölur urðu 2-1.

Getafe er að reynast eitt af spútnik liðum tímabilsins þar sem liðið situr í sjötta sæti eftir þennan sigur, með 17 stig eftir 11 umferðir.

Girona er áfram á btoni deildarinnar með 7 stig.
Athugasemdir