Helgi Guðjónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tíunda umferðin fer fram um helgina og grínistinn Björn Bragi Arnarsson spáir í leikina að þessu sinni.
Björn Bragi kemur fram í uppistandinu Púðursykri sem er í fullum gangi í Sykursalnum. Þá stýrir hann sjónvarpsþættinum Kviss og nýju Kviss-spurningaspilin voru einmitt að lenda í verslunum í síðustu viku.
Björn Bragi kemur fram í uppistandinu Púðursykri sem er í fullum gangi í Sykursalnum. Þá stýrir hann sjónvarpsþættinum Kviss og nýju Kviss-spurningaspilin voru einmitt að lenda í verslunum í síðustu viku.
Brighton 1 - 1 Leeds (15:00 á morgun)
Leeds nær stigi úr þessum leik og Máni vinur minn getur átt ágæta helgi.
Burnley 0 - 2 Arsenal (15:00 á morgun)
Helsta ógn sem stafar að vestrænu samfélagi í dag er hvað Arsenal er á miklu rönni. Þeir vinna Burnley nokkuð þægilega um helgina en hafna svo auðvitað í öðru sæti í vor.
Crystal Palace 1- 0 Brentford (15:00 á morgun)
Palace eru ferskir og vinna góðan heimasigur.
Fulham 1 - 1 Wolves (15:00 á morgun)
Tvö lið í brasi. Bæði þurfa nauðsynlega að taka þrjú stig en neyðast til að sætta sig við eitt.
Nottingham Forest 1 - 2 Man Utd (15:00 á morgun)
United vinnur sinn fjórða leik í röð. Gaurinn sem er ekki búinn að klippa sig í meira en ár fyllist bjartsýni um að fimmti sigurinn sé handan við hornið. Því miður fyrir hann eiga þeir mína menn í Tottenham næstu helgi svo hann þarf að bíða lengur með klippinguna.
Tottenham 2 - 1 Chelsea (17:30 á morgun)
Sumt fólk hatar að vera heima hjá sér og Tottenham hefur svolítið verið þannig í upphafi móts. En nú breytist það og þeir vinna góðan heimasigur. Ótrúlegt en satt mun Richarlison skora bæði mörkin. Ég fór á Tottenham - Chelsea fyrir tveimur árum þegar við vorum á toppi deildarinnar, en enduðum tveimur færri og töpuðum 1-4. Unnum svo ekki einhverja 800 leiki eftir það. En við erum á betri stað í dag.
Liverpool 3 - 1 Aston Villa (20:00 á morgun)
Liverpool-vinir mínir geta tekið gleði sína á ný eftir slappt gengi að undanförnu.
West Ham 0 - 2 Newcastle (14:00 á sunnudag)
Newcastle virðist aðeins búið að finna taktinn og unnu mína menn nokkuð sannfærandi í deildarbikarnum í vikunni. West Ham er hins vegar í algjörri þvælu og falla í vor.
Man City 3 - 0 Bournemouth (16:30 á sunnudag)
City hafa verið í smá rugli í upphafi móts en þetta verður öruggur sigur þar sem Haaland skorar að minnsta kosti eitt.
Sunderland 2 - 2 Everton (20:00 á mánudag)
Gaman að sjá Sunderland aftur í úrvalsdeildinni og þeir líta vel út, sérstaklega á heimavelli. Þetta verður óvænt mjög skemmtilegur leikur.
Fyrri spámenn:
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 9 | 7 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 22 |
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
| 3 | Tottenham | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 | 7 | +10 | 17 |
| 4 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 5 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 |
| 6 | Man Utd | 9 | 5 | 1 | 3 | 15 | 14 | +1 | 16 |
| 7 | Liverpool | 9 | 5 | 0 | 4 | 16 | 14 | +2 | 15 |
| 8 | Aston Villa | 9 | 4 | 3 | 2 | 9 | 8 | +1 | 15 |
| 9 | Chelsea | 9 | 4 | 2 | 3 | 17 | 11 | +6 | 14 |
| 10 | Crystal Palace | 9 | 3 | 4 | 2 | 12 | 9 | +3 | 13 |
| 11 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 14 | 14 | 0 | 13 |
| 12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
| 13 | Brighton | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 | 15 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 15 | Leeds | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 14 | -5 | 11 |
| 16 | Burnley | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 | 17 | -5 | 10 |
| 17 | Fulham | 9 | 2 | 2 | 5 | 9 | 14 | -5 | 8 |
| 18 | Nott. Forest | 9 | 1 | 2 | 6 | 5 | 17 | -12 | 5 |
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 |
| 20 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 7 | 19 | -12 | 2 |
Athugasemdir


