Wrexham 3 - 2 Coventry
0-1 Ephron Mason-Clark ('22 )
1-1 Kieffer Moore ('60 )
2-1 Kieffer Moore ('69 )
3-1 Kieffer Moore ('83 )
3-2 Tatsuhiro Sakamoto ('88 )
0-1 Ephron Mason-Clark ('22 )
1-1 Kieffer Moore ('60 )
2-1 Kieffer Moore ('69 )
3-1 Kieffer Moore ('83 )
3-2 Tatsuhiro Sakamoto ('88 )
Wrexham tók á móti toppliði Coventry í fyrsta leik helgarinnar í ensku Championship deildinni og náði Ephron Mason-Clark forystunni fyrir gestina í jöfnum fyrri hálfleik.
Bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn sem fóru forgörðum.
Síðari hálfleikurinn hélt áfram í svipuðu fari nema að færunum og mörkunum fjölgaði. Kieffer Moore var í byrjunarliði Wrexham og lét til sín taka eftir leikhléð þar sem hann skoraði þrennu og lagði Josh Windass öll mörkin upp.
Fyrstu tvö mörkin lagði hann upp með fyrirgjöfum, fyrst lágum bolta sem Moore tæklaði í netið og svo háum bolta sem hann skallaði í netið, áður en Windass gaf snyrtilega sendingu innfyrir vörnina til að fullkomna stoðsendingaþrennu.
Gestirnir frá Coventry náðu að minnka muninn á lokamínútunum en komust ekki nær, svo lokatölur urðu 3-2. Tatsuhiro Sakamoto skoraði markið en hann lagði einnig opnunarmark leiksins upp.
Wrexham er um miðja deild með 17 stig eftir 13 umferðir eftir þennan glæsilega sigur á Coventry.
Þetta var fyrsta tap Coventry á deildartímabilinu og er liðið öruggt í toppsætinu yfir helgina, með þriggja stiga forystu og langbestu markatöluna.
Athugasemdir



