Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 01. desember 2023 23:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Las Palmas lagði Getafe

Las Palmas 2 - 0 Getafe
1-0 Julian Araujo ('43 )
2-0 Cristian Herrera ('90 )
Rautt spjald: Omar Alderete, Getafe ('48)


Las Palmas lagði Getafe í spænsku deildinni í kvöld.

Julian Araujo lánsmaður frá Barcelona sá til þess að Las Palmas var með 1-0 forystu í hálfleik en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið á tímabilinu.

Brekkan varð brattari fyrir Getafe strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Omar Alderete fékk að líta rauða spjaldið.

Staðan var óbreytt allt fram á aðra mínútu í uppbótatíma þegar hinn 32 ára gamli Cristian Herrera skoraði annað mark Las Palmas og gulltryggði liðinu sigur.

Mason Greenwood lék allan leikinn fyrir Getafe og kom sér í færin en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner
banner