Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. janúar 2020 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Persie um Solskjær: Ekki rétti tíminn til að brosa
Solskjær í viðtali eftir tapið gegn Arsenal.
Solskjær í viðtali eftir tapið gegn Arsenal.
Mynd: Skjáskot - BT Sport
Robin van Persie, fyrrum framherja Arsenal og Manchester United, var ekki sérlega skemmt yfir viðtali við Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, í gær.

Solskjær fór í viðtal eftir 2-0 tap gegn Arsenal og virtist nokkuð léttur. Hann brosti í viðtalinu.

„Þegar ég hlusta á Ole þá hljómar hann eins og mjög viðkunnalegur náungi," sagði Van Persie á BT Sport. „Ég væri stundum til í að sjá hann grimmari, bara reiðan."

„Ég sé hann brosandi eftir leik eins og þennan. Þetta er ekki rétti tíminn til að brosa."

Arsenal vann sanngjarnan sigur og kom sér upp í tíunda sæti deildarinnar. Man Utd missti af tækifæri til að komast nær Chelsea, sem er í fjórða sæti.

Van Persie telur að leikmenn Man Utd óttist ekki knattspyrnustjórann. „Þú þarft aðeins að óttast þjálfarann, en fyrst þarftu leikplan. Ef þú óttast þjálfarans aðeins þá veistu að þú verður ekki valinn í liðið ef þú ferð ekki í hlaupin eða nærð ekki sendingunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner