Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. febrúar 2023 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lánsmaður frá Arsenal búinn að taka fram úr Mbappe og Neymar
Sóknarmaðurinn Folarin Balogun er núna markahæsti leikmaðurinn í frönsku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði þrennu í gær er Reims vann mjög svo góðan 4-2 sigur gegn Lorient á heimavelli sínum. Reims lenti 0-2 undir í leiknum en tókst svo að snúa taflinu við með Balogun fremstan í flokki.

Balogun, sem er á láni hjá Reims frá Arsenal, er núna búinn að gera 14 mörk í 20 deildarleikjum fyrir Reims á þessari leiktíð.

Hann er núna búinn að taka fram úr leikmönnum á borð við Kylian Mbappe og Neymar í baráttunni um markakóngstitilinn í Frakklandi. Hann trónir nú á toppnum á þeim lista en Mbappe er með 13 mörk og Neymar er með 12.

Þessi efnilegi leikmaður er fæddur í New York í Bandaríkjunum en flutti ungur að árum til Englands. Hann kom fyrst í akademíu Arsenal þegar hann var átta ára gamall.
Athugasemdir