Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewis-Skelly skaut föstum skotum - Fagnaði að hætti Haaland
Mynd: Getty Images
Arsenal fór illa með Man City þegar liðið vann 5-1 á Emirates. Hinn 18 ára gamli Myles Lewis-Skelly gerði svo gott sem út um leikinn þegar hann skroaði þriðja mark Arsenal.

Fagn Lewis-Skelly hefur vakið mikla athygli en hann settist á jörðina og fór í einhverskonar jógastellingu. Það er athyglisvert að því leiti að Erling Haaland er þekktur fyrir að taka þetta fagn.

Lewis-Skelly og Haaland lentu í riflildi í leik liðanna í september sem endaði með 2-2 jafntefli. Lewis-Skelly var þá 17 ára gamall og fékk gult spjald fyrir sinn hlut í hasarnum.

Haaland var ekki sáttur með hann og það sást á myndavélum að norski framherjinn hafi sagt við hann: 'Hver í andskotanum ertu?'. Lewis-Skelly fékk tækifæri í kvöld til að svarra fyrir sig.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner
banner