Manchester United tekur á móti Fulham í 5. umferð enska bikarsins á Old Trafford klukkan 16:30 í dag. Leikurinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Harry Maguire, Leny Toro og Matthijs De Ligt eru í miðri vörn hjá United og þá kemur Christian Eriksen inn á miðsvæðið með þeim Bruno Fernandes og Manuel Ugarte.
Ruben Amorim heldur áfram að setja traust sitt á danska framherjann Rasmus Höjlund sem hefur verið í mestu vandræðum með að koma boltanum í netið á tímabilinu.
Marco Silva stillir upp sterku liði Fulham. Rodrigo Muniz er fremstur og þá eru þeir Andreas Pereira, Adama Traore og Antonee Robinson allir í liðinu.
Man Utd: Onana, Dalot, Yoro, De Ligt, Maguire, Mazraoui, Ugarte, Eriksen, Fernandes, Zirkzee, Höjlund.
Fulham: Leno, Castagne, Andersen, Bassey, Robinson, Berge, Lukic, Traore, Pereira, Iwobi, Muniz.
Athugasemdir