Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 11:41
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - 12:00 Dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Birkir Sveinsson sér um að draga.
Birkir Sveinsson sér um að draga.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í dag, föstudag, kl. 12:00.

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verður að vanda í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Liðin í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla: Þór, Afturelding, ÍBV, Keflavík, Valur, Stjarnan, Fram og Vestri.

8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram dagana 18. og 19. júní.

Liðin í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna: Þór/KA, Breiðablik, ÍBV, Tindastóll, HK, Valur, FH og Þróttur R.

8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní.
12:21
Þá er ljóst hvaða viðureignir eru framundan!
Allir á völlinn. Takk fyrir samfylgdina.

Eyða Breyta
12:20
Karla: Vestri - Þór
Vestri fær heimaleik gegn Þór.

Eyða Breyta
12:20
Karla: Stjarnan - Keflavík
Lengjudeildarliðið fer í Garðabæ.

Eyða Breyta
12:20
Stjarnan fær heimaleik. Gummi Kristjáns mætir á svið í geggjuðum Toronto Raptors búning.

Eyða Breyta
12:19
Karla: ÍBV - Valur
Alvöru leikur framundan í Eyjum!

Eyða Breyta
12:18
ÍBV fær heimaleik í Eyjum.

Eyða Breyta
12:18
Karla: Afturelding - Fram
Aron Elí fyrirliði Aftureldingar sá um að draga mótherja. Grannaslagur!

Eyða Breyta
12:17
Fyrsta heimalið: Afturelding.

Eyða Breyta
12:16
Þá förum við í 8-liða úrslit í karlaflokki


Eyða Breyta
12:16
8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní.

Eyða Breyta
12:16
Breiðablik - HK
Kópavogsslagur.

Eyða Breyta
12:15
Kvenna: Tindastóll - ÍBV
Eyjakonur á Krókinn.

Eyða Breyta
12:15
Tindastóll. Hvaða lið skellir sér á Krókinn?

Eyða Breyta
12:14
Kvenna: Þór/KA - FH
FH fer norður.

Eyða Breyta
12:14
Þór/KA fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:14
Kvenna: Valur - Þróttur
Bikarmeistararnir fá Þrótt í heimsókn. Stórleikur!

Eyða Breyta
12:14
Það er opinn dráttur, allir geta mætt öllum. Dregið verður heimalið og fulltrúi þess mætir og dregur andstæðing. Þá er þetta komið í gang og fyrsta lið upp úr pottinum er Valur.

Eyða Breyta
12:12
Byrjað verður að draga í kvennaflokki
Notum grænan lit þar.

Eyða Breyta
12:12
Jæja!
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ, hinn íslenski Marchetti, tekur til máls. Loksins komið að þessu.

Eyða Breyta
12:11
Góð sendisveit úr Mosó
Baldvin Jón Hallgrímsson og Prins Leó, nafni páfans, eru meðal manna sem fylgja Magnúsi Má þjálfara á þennan viðburð.

Eyða Breyta
12:07
Smá tæknilegir örðugleikar aðeins að tefja dráttinn
En ekkert alvarlegt. Þetta fer að bresta á...

Eyða Breyta
12:06
Nóg af goðsögnum í húsinu
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson

Þar á meðal er enginn annar en Kjartan Másson! Þar er alvöru goðsögn á ferð. Hann er spenntur að sjá hvaða mótherja Keflavík mun fá.

Eyða Breyta
12:01
Klukkan er orðin rúmlega tólf
En fólk fær smá tíma til að tyggja og kyngja veitingunum.

Eyða Breyta
11:57
Bogi Ágústsson aðstoðar við dráttinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fréttagoðsögnin Bogi Ágústsson, sem nýlega setti fréttamöppuna á hilluna, aðstoðar við dráttinn. Því miður fyrir Boga eru KR-ingar ekki í pottinum, hvorki í karla- né kvennaflokki.


Eyða Breyta
11:49
Stjörnumenn síðustu bikarmeistarar sem eru í pottinum
Stjarnan er það lið í karlaflokki sem er í pottinum sem síðast varð bikarmeistari, árið 2018. Árið þar á undan vann ÍBV bikarinn en Eyjamenn hafa verið í miklu stuði í bikarnum hingað til og slegið út Víking og KR. Og það með stæl!

Eyða Breyta
11:44
Alltaf gaman þegar sólin skín
Gestir skila sér seint í hús í dag, sem er skiljanlegt miðað við veðurblíðuna sem er úti. Fólk nýtir hverja mínútu utandyra. Mælirinn á bílnum sýndi 20 gráðurnar þegar ég var á leiðinni.

Eyða Breyta
11:33
Ríkjandi bikarmeistarar Vals áfram eftir endurkomusigur
„Tilfinningin er bara góð. Þetta var krefjandi en við náðum að vinna sem er geggjað," sagði Natasha Anasi, leikmaður Vals, eftir 3-2 sigur á Fram í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í 16-liða úrslitum.

Valsliðið, sem er ríkjandi bikarmeistari, lenti í vandræðum og var 2-1 undir í hálfleik en þær komu sterkari til baka í seinni hálfleik og náðu að jafna. Leikurinn fór í framlengingu og þar náði Valur að pota inn sigurmarkinu.

   12.05.2025 22:02
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
11:18
Kræsingarnar á sínum stað
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon



Eyða Breyta
10:50
Fram sló út ríkjandi bikarmeistara
   15.05.2025 21:34
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hef verið það í allt sumar. Leikirnir hafa margir hverjir ekkert fallið sérstaklega með okkur, þó að við höfum átt kannski betri kafla í sumum leikjunum, en ekki fengið neitt fyrir það. Og maður hugsaði eftir að við brennum af vítaspyrnu "ætlar þetta að vera svona eitthvað lengi?'', en við snerum því við og trúin var til staðar. Baráttuandinn og viljinn sem að þarf alltaf að vera til staðar var hér og svo fannst mér við bara spila nokkuð vel,'' sagði Rúnar Kristinsson.

Eyða Breyta
10:47
Tvö lið úr Lengjudeild karla
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þá eru tvö lið úr Lengjudeild karla en það eru Þór og Keflavík. Önnur lið eru úr Bestu deildinni.

Eyða Breyta
10:45
Tvö lið úr Lengjudeild kvenna
Mynd: Raggi Óla

Tvö lið úr Lengjudeild kvenna eru í pottinum en það eru ÍBV og HK. Önnur lið eru í Bestu deildinni.

Eyða Breyta
10:44
Gott VÆB yfir Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

   16.05.2025 10:30
Vestramenn allir að róa í sömu átt - „VÆB-ararnir voru flottir“


Eyða Breyta
09:00
Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir eru úr leik!
Í gær féllu Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar KA úr keppni í karlaflokki! Það vantar ekki áhugaverð úrslit í bikarnum.

   16.05.2025 08:35
Sjáðu mörkin þegar Vestri vann Breiðablik og öll hin bikarmörkin


Eyða Breyta
06:00
Drátturinn hefst 12:00
Hann verður í beinni lýsingu í þessari frétt.

Eyða Breyta
Athugasemdir