Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matuidi verður áfram í herbúðum Juventus
Matuidi varð Heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.
Matuidi varð Heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Blaise Matuidi hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Juventus um eitt ár.

Samningur hans átti að renna út eftir tímabilið, en ljóst er að hann verður áfram með liðinu á næstu leiktíð.

Matuidi, sem er 32 ára að aldri, gekk í raðir Juventus frá Paris Saint-Germain árið 2017. Hann hefur á þessu tímabili komið við sögu í 31 leik í öllum keppnum.

Búið er að gera hlé á tímabilinu vegna kórónuveirunnar, en Matuidi greindist með veiruna í síðasta mánuði. Matuidi hafði ekki fengið nein einkenni áður en hann tók prófið.

Áður en deildin á Ítalíu var stöðvuð þá var Juventus á toppnum með eins stigs forystu á Lazio.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner