Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
UEFA vill klára Meistaradeildina í ágúst
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
UEFA vill klára Meistaradeildina í ágúst en í gær var haldinn fjarfundur með 55 aðildarlöndum sambandsins.

Settur er þrýstingur á að deildarkeppnum verði lokið fyrir 3. ágúst en þá þarf keppni að fara aftur af stað í júní.

Enn á eftir að spila tvo leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og svo koma 8-liða úrslitin sem gætu orðið að eins leiks einvígi.

Hugmyndir eru uppi um að þau fjögur lið sem svo standa eftir fari í 'túrneringu' í Istanbúl í Tyrklandi.

Svipaðar hugmyndir eru í gangi með Evrópudeildina en þar myndu fjögur síðustu liðin mætast í Gdansk í Póllandi.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá leikið bak við luktar dyr.

UEFA gæti aflýst Ofurbikar Evrópu þetta árið, leiknum þar sem sigurvegar Meistaradeildarinnar mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner