Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 02. apríl 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
UEFA vill klára Meistaradeildina í ágúst
UEFA vill klára Meistaradeildina í ágúst en í gær var haldinn fjarfundur með 55 aðildarlöndum sambandsins.

Settur er þrýstingur á að deildarkeppnum verði lokið fyrir 3. ágúst en þá þarf keppni að fara aftur af stað í júní.

Enn á eftir að spila tvo leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og svo koma 8-liða úrslitin sem gætu orðið að eins leiks einvígi.

Hugmyndir eru uppi um að þau fjögur lið sem svo standa eftir fari í 'túrneringu' í Istanbúl í Tyrklandi.

Svipaðar hugmyndir eru í gangi með Evrópudeildina en þar myndu fjögur síðustu liðin mætast í Gdansk í Póllandi.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá leikið bak við luktar dyr.

UEFA gæti aflýst Ofurbikar Evrópu þetta árið, leiknum þar sem sigurvegar Meistaradeildarinnar mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir